Wednesday, December 18, 2013

Bíóferð!

Sælir foreldrar,

Síðasta æfing fyrir áramót var núna áðan. Við ætlum að slútta fyrri hluta tímabilsins með því að kíkja í bíó á morgun (19.des). Strákarnir þurfa að koma með pening fyrir aðgöngumiða og svo mögulega eitthvað meira ef þeir vilja nammi eða annað slíkt. Ég ætla að hringja í Smárabíó á morgun og athuga hvort við fáum ekki einhvern sanngjarnan díl. Um leið og það kemur í ljós læt ég vita hér á síðunni hvort við fáum einhverskonar pakka með poppi og kók innföldu, eða eitthvað álíka. Myndin sem við ætlum á heitir Frozen og byrjar hún á slaginu 15.30.

Kær kv Hemmi

Monday, December 16, 2013

Handboltaakademía Fylkis verður milli jóla og ný árs, 27.des / 28.des / 30.des. Boðið verður upp á akademíu bæði fyrir stráka og stelpur í 5. og 6. flokki Verð: 4900 kr (svo er 5% afsláttur í NORA) innifalið 3 x 1,5 tíma æfingar og bolur.


Einnig námskeið fyrir 7. flokk: 3500 kr innifalið 3 x 60 mín æfingar og bolur. Úrvals þjálfarar. Einstaklingsmiðuð þjálfun, krakkarnir tóku miklum framförum á akademíunni í fyrra.

 Skiptingin er: Stelpur 5. og 6. flokkur 10.15 - 11.45. Strákar 5. og 6. flokkur 13:00 - 14.30. 7 flokkur stelpur/strákar saman frá klukkan 12.00 til 13.00. Takmarkaður fjöldi kemst á akademíuna.  Fyrstir koma fyrstir fá. - Tilvalið í jólapakkann. - Skráning hefst í dag á https://fylkir.felog.is/

Wednesday, December 4, 2013

Pizzuveisla!

Sæl öll.
Það verður pizzaveisla á föstudaginn næstkomandi frá kl 16:30- 18:30 í tengibyggingu Fylkishallar (eða strax eftir æfingu). Við munum horfa á kvikmynd á meðan pizzurnar verða snæddar. Þeir sem vilja taka þátt í fjörinu verða að koma með 1000 kr. Einnig mega strákarnir koma með kvikmynd sem þeir vilja að við horfum á.



kær kv Hemmi

Thursday, November 21, 2013

Mót um helgina

Sæl öll. Það er mót hjá yngra árinu núna á morgun og á laugardaginn (22-23,nóv). Mótið er í Fylkishöll og mætum við með tvö lið til leiks. Hér að neðan er liðaskipan og leikjaplan:

Lið1:

Emil
Haraldur
Magnús
Bjarki
Knútur
Marteinn

Lið2:

Óskar
Ásgeir
Ingimar
Andri
Einar




Mæta á 20 mínútum fyrir hvern leik. Forföll tilkynnist í hemmi88@msn.com eða í kommenti hér að neðan.

Kv Hemmi

Thursday, October 10, 2013

AK


Hér er liðaskipan;

Fylkir1 - Haraldur, Emil, Magnús, Bjarki og Marteinn

Fylkir2- Knútur, Einar, Ingimar, Ásgeir og Óskar

Allir leikir eru leiknir í KA-heimili
Föstudagur: 
18:30 Fylkir2- ÍBV
20:30 HK-Kór- Fylkir1

Laugardagur:
12:30 Stjarnan- Fylkir2
14:00 UMFA- Fylkir2
15:30 Fylkir1-KA
17:30 Víkingur- Fylkir1

Sunnudagur:
09:30 KA-Fylkir2
13:00 Fylkir1-Selfoss

Þannig miðað við þetta ætti að vera nóg að vera kominn norður klukkutíma fyrir leik og í KA heimilið hálftíma fyrir leik.

Einnig vil ég minna á að þeir sem eiga eftir að borga verða að fara að ljúka greiðslu. Búið er að borga fyrir 6/10 drengjum.

Kær kv,
Hemmi

Wednesday, October 9, 2013

Akureyrarferð- upplýsingar

Verð ferðarinnar:

Þeir sem ætla ekki að gista og borða: 3500.kr

Þeir sem ætla að gista og borða: 12.500kr

Ég hef tekið að mér að skipuleggja allt nema hvernig fólk ferðast.

Vinsamlegast leggið viðeigandi fjárhæð inn á 0113-26-90190 og kt: 090190-3189 og setið í skýringu nafn barns. Verið búin að því fyrir kl 20.00 á fimmtudaginn (morgun).

Kv- Hemmi

Friday, October 4, 2013

Akureyri

Þeir foreldrar sem ég eftir að staðfesta þátttöku á Akureyrarmótinu vinsamlegast gerið það hér að neðan. Nú hef ég fengið staðfestingu frá 5 foreldrum, en vantar frá foreldrum Ingimars, Einars, Ásgeirs, Óskars í Ártúni og Stefáns


Látið vita í 6639443

Facebook hópur: https://www.facebook.com/groups/459364387451822/