Friday, December 28, 2012


: Uppákoma fyrir krakka eftir leik Íslands og Túnis


Sæl öll


Eftir seinni leik Íslands og Túnis þá mun HSÍ vera með uppákomu fyrir krakka þar sem þau fá að hitta landsliðsmenn og konur, fá að láta taka af sér myndir með þeim, fá áritaðar myndir og spreyta sig á handboltaþrautum.


Þessi uppákoma byrjar strax eftir leikinn á laugardag, og stendur í klukkutíma.


Vinsamlegast látið sem flesta af ykkar krökkum vita af þessu.


Þessi uppákoma verður líka kynnt í fjölmiðlum í dag og á morgun.


Kær kveðja


Árni Stefánsson

Verkefnastjóri fræðslu

Wednesday, December 12, 2012

Minnum foreldra á frístundastyrk Reykjavíkurborgar 2012 sem rennur út um áramótin. Endilega skráið ykkur inn á Rafræn Reykjavík og ráðstafið honum. Annars fyrnist hann.

Kveðja
BUR

Friday, December 7, 2012

 
 
Senda þarf:
Nafn barns:
Kennitölu barns:
Nafn foreldra:
Kennitölu foreldra:
símanúmer foreldra:

Thursday, December 6, 2012

Markmannsþjálfun hefst á mánudaginn:  um markmannsþjálfun mun Sigurgeir Smári sjá um en hann er Fylkismaður og hefur þjálfað markmenn áður.

18.30 - 19.30 í Fylkishöll. Mæting í horninu hjá (þar sem fimleikagryfjan var/er).

Þjálfunin er fyrir stráka og stelpur í öllum yngri flokkum Fylkis, 4.fl og niður í 6 fl. þeir flokkar sem spila með markmenn.

Kveðja
Barna og unglingaráð
Heil og sæl.

Árbæjarskóli og Norðlingasskóli loka húsum sínum 15.desember í ár.- Svo æfingarnar sem eru í þeim húsum falla niður eftir 15.desember. Æfingar í Fylkishöllinni verða áfram. Þjálfarar mun gefa ykkur dagskránna í desember.

Í tilefni af EM- hvetjum við krakkana að bjóða vinum með sér á æfingu í desember til að prófa.

Kveðja
Barna og unglingaráð Fylkis