Wednesday, October 31, 2012

Æfingagjöldin eru notuð til að greiða þjálfurum laun og borga mótagjöld og þess háttar.

Einnig má minna á að systkinaafsláttur og millideildarafsláttur fellur niður 1.nóv.

Greiðslur æfingagjalda hjá yngri flokkunum hafa farið óvenju rólega af stað í haust.
Staðan á reikningi félagsins er ekki góð og komið að næsta útborgunardegi launa hjá þjálfurum. Því bið við ykkur um að greiða æfingagjöldin sem fyrst (þau sem að hafa ekki gert það).

Best væri ef þið greidduð þau beint inn á reikning barna- og unglingaráðs hkd, 331-26-5805, kennitala 571083-0519 og setja í skýringu Æfingagjald, nafn barns og flokk.
Æfingagjöldin fyrir veturinn  en hægt er að skipta greiðslunum í tvennt, fyrir haustönn og vorönn.

Ef þið eigið eftir að nota frístundarstyrkinn fyrir 2012 þá endilega nota hann því hann fellur niður um áramót.

Á þessari slóð eru frekari upplýsingar um æfingagjöldin:


Saturday, October 27, 2012


Fylkir 2 vann sína deild á Akureyri. Hér eru þeir með bikarinn sinn. :)

Friday, October 26, 2012

Sælir strákar og foreldrar,

6.fl yngra ár fór á Akureyri um helgina og stóðu sig mjög vel. Við fórum með tvö lið á mótið þar sem sex voru í hvoru liðinu ,þannig að það var enginn varamaður og því mikill spiltími og álag.

Fylkir 1 spilaði við Fram, Þór, Gróttu, HK og Víking. Þeir spiluðu mjög vel á móti Fram, Þór og Gróttu , ágætlega á móti Víking en ekki alveg nógu vel gegn HK. Strákarnir í Fylki 1 unnu tvo, gerðu tvö jafntefli og töpuðu einum ( einmitt gegn HK). Þessi góði árangur gerir það að verkum að þeir spila meðal þeirra bestu á næsta móti eða í 1.deild! Glæsilegur árangur.

Fylkir 2 spilaði við Fram, HK, Gróttu, KA og ÍR. Þeir spiluðu mjög vel allt mótið og unnu alla leikina. Strákarnir spiluðu einstaklega vel í síðustu tveimur leikjunum sem voru á móti ÍR og HK. Þeir spiluðu samt vel í hinum leikjunum þó það hafi komið slæmir kaflar inn á milli. Frábær árangur hjá þeim þar sem þeir unnu mótið og spila því í 2.deild á næsta móti! Frábært hjá þeim.


Þessi góði árangur okkar á Akureyri gerir það að verkum að Fylkir á lið í tveimur efstu deildinum en við erum eina liðið sem getur státað sig af því á landinu. Ég og Bjarki erum gríðarlega ánægðir með ykkur en það þýðir samt ekki að slaka á. Við verðum að halda áfram að mæta á æfingar og leggja okkur fram svo við getum gert enn betur!


Hemmi þjálfari


Ný bloggsíða fyrir 6.fl karla - veturinn 2012-2013.