Friday, October 26, 2012

Sælir strákar og foreldrar,

6.fl yngra ár fór á Akureyri um helgina og stóðu sig mjög vel. Við fórum með tvö lið á mótið þar sem sex voru í hvoru liðinu ,þannig að það var enginn varamaður og því mikill spiltími og álag.

Fylkir 1 spilaði við Fram, Þór, Gróttu, HK og Víking. Þeir spiluðu mjög vel á móti Fram, Þór og Gróttu , ágætlega á móti Víking en ekki alveg nógu vel gegn HK. Strákarnir í Fylki 1 unnu tvo, gerðu tvö jafntefli og töpuðu einum ( einmitt gegn HK). Þessi góði árangur gerir það að verkum að þeir spila meðal þeirra bestu á næsta móti eða í 1.deild! Glæsilegur árangur.

Fylkir 2 spilaði við Fram, HK, Gróttu, KA og ÍR. Þeir spiluðu mjög vel allt mótið og unnu alla leikina. Strákarnir spiluðu einstaklega vel í síðustu tveimur leikjunum sem voru á móti ÍR og HK. Þeir spiluðu samt vel í hinum leikjunum þó það hafi komið slæmir kaflar inn á milli. Frábær árangur hjá þeim þar sem þeir unnu mótið og spila því í 2.deild á næsta móti! Frábært hjá þeim.


Þessi góði árangur okkar á Akureyri gerir það að verkum að Fylkir á lið í tveimur efstu deildinum en við erum eina liðið sem getur státað sig af því á landinu. Ég og Bjarki erum gríðarlega ánægðir með ykkur en það þýðir samt ekki að slaka á. Við verðum að halda áfram að mæta á æfingar og leggja okkur fram svo við getum gert enn betur!


Hemmi þjálfari

No comments:

Post a Comment